Fimmtudagur 20. júlí 2017 kl. 23:55

Ragnhildur eftir fyrsta hringinn: „Lék öruggt og gott golf“

Video af Ragnhildi og Valdísi eftir fyrsta hring

Ragnhildur Krstinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sagðist hafa leikið öruggt golf og hvílt að mestu „dræverinn“ fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. „Það er hægt að tapa móti á fyrsta degi en þú vinnur það ekki. Ég lék stöðugt og gott golf,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Sjónvarp Kylfings.is eftir hringinn.
Hér getur að líta viðtal við Ragnhildi en einnig videomyndir af henni í leik sem og syrpa af höggum Valdísar Þóru Jónsdóttur sem er í 2. sæti, höggi á eftir Ragnhildi.