Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 5. júní 2023 kl. 16:49

Sigurður stefnir á sigur í öllum mótum - video frá lokadegi í Leirumótinu

Sigurður Arnar Garðarson úr GKG segist stefna á sigur í öllu mótum sem hann taki þátt í en markmið hans eru að verða atvinnumaður í golfi. Hann sigraði á fyrsta stigamóti ársins 2023 á Hólmsvelli í Leiru sem fram fór 2.-4. júní. 

Sigurður og Birgir Björn Magnússon úr golfklúbbnum Keili háðu harða baráttu á lokadegi en fyrir lokahringinn var Íslandsmeistarinn Kristján Þór einarsson Golfklúbbi Mosfellsbæjar með högg í forskot á Sigurð og Björn Birgi. Íslandsmeistarinn lenti í vandræðum á fyrri níu holunum og datt úr toppbaráttunni - sem varð á milli Sigurðar og Björns en þeir voru höggi á eftir Kristjáni fyrir lokahringinn. Birgir náði mest tveggja högga forskoti um miðbik lokahringsins en Sigurður gaf ekkert eftir og setti niður mikilvæg pútt. Úrslitin réðust svo á 16. og 17. braut.

Kylfingur.is ræddi við Sigurð Arnar eftir sigurinn.