Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. júní 2023 kl. 11:18

Tvö draumahögg á fyrsta degi

Sjaldan eða aldrei hafa sést þvílíka tilþrif á fyrsta degi á Opna bandaríska mótinu í golfi. Tveir kylfingar fóru holu í höggi, báðir á 15. braut, þeir Sam Burns og Matthieu Pavon. Ótrúlegt en satt þá var þetta í fyrsta skipti sem þessir kylfingar fara holu í höggi á á mótaröðinni. Geggjuð högg og bæði ofan í með bakspuna.