Fimmtudagur 20. júlí 2017 kl. 06:00

Vel heppnaðar þrjár nýjar brautir á Hvaleyrarvelli - video og lýsing

Teknar formlega í notkun á Íslandsmótinu í höggleik 2017

Nýjar þrjár golfbrautir á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði þykja vel heppnaðar en þær eru formlega teknar í notkun á Íslandsmótinu í höggleik 20.-23. júlí. Sjónvarp Kylfings skoðaði nýju brautirnar sem eru númer 13-14 og 15 og fékk Ólaf Þór Ágústsson, framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Keilis til að lýsa þeim og einnig hvernig uppbyggingin hafi gengið.