Viðtal

„Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil“
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, sigurvegari á European Young Masters 2022. Ljósmynd: GSÍ
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 24. júlí 2022 kl. 06:30

„Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil“

Perla Sól Sigurbrandsdóttir um sigurinn á hinu firnasterka European Young Masters

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR vann glæstan sigur á European Young Masters, sem lauk í Finnlandi í gær. Perla Sól sigraði með eins höggs mun og tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt fyrir pari.

Perla Sól var afar ánægð með sigurinn en Grétar Eiríksson liðsstjóri íslenska hópsins tók við hana viðtal eftir verðlaunaafhendinguna í Finnlandi.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

„Tilfinningin var mjög góð og þetta var mjög sætur sigur. Mig hefur alltaf langað að vinna þennan titil. Ég endaði í 7. sæti í fyrra. Ég var stressuð á 18. flötinni, ég mátti tvípútta, en tryggði ekki púttið og setti hann í 'tester' en ég setti púttið í og það dugði til,“ sagði Perla Sól.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir er fyrst íslenskra kvenkylfinga til að sigra á mótinu en Ómar Halldórsson úr GA sigraði á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað bæði í flokki drengja og stúlkna. European Young Masters er gríðarlega sterkt mót en yfir 70 kylfingar eru með 0 eða lægri forgjöf. Um 30 kylfingar eru með +3 eða lægri forgjöf en lægsta forgjöfin er +5,7.

Perla Sól, sem er á 16. aldursári, lék hringina þrjá á 214 höggum (72-72-70) eða samtals á 2 höggum undir pari vallarins. Kristina Lebova frá Tékkland, Anna Cañado frá Spáni og títtnefnd Belchior höfnuðu í 2.-4. sæti á 1 höggi undir pari.

Lokastaðan á mótinu