Viðtal

Kristján Þór í viðtali: „Var ekki á leið til Eyja til að vinna mótið“
Kristján Þór Einarsson, Íslandsdsmeistari í golfi 2022. mynd/[email protected]
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. ágúst 2022 kl. 13:00

Kristján Þór í viðtali: „Var ekki á leið til Eyja til að vinna mótið“

„Ég var ekki beint að fara inn í þetta mót og fókusa á sigur heldur að njóta þess að spila mitt golf en þetta var mjög sætt,“ segir Kristján Þór Einarsson, Golfklúbbi Mosfellsbæjar í viðtali eftir sigur á Íslandsmótinu í golfi 2022 sem lauk á sunnudag. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Kristjáns en sá fyrri kom fyrir 14 árum, líka í Herjólfsdal.

„Það er mikið af tilfinningum að reyna að brjótast í gegn og kannski smá spennufall,“ segir Kristján sem fer yfir málin í viðtali við Pál Ketilsson.

Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina- sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur úr GM verður Íslandsmeistari, en Heiðar Davíð Bragason, braut ísinn árið 2006.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2.-3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
2.-3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, varð í 2.-3. sæti og var í toppbaráttunni allt mótið.

Sigurður Bjarki Blumenstein setti vallarmet á þriðja degi og vann sig inn í toppbaráttunar.