Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

11 ára bið McGowan á enda
Ross McGowan. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 25. október 2020 kl. 19:15

11 ára bið McGowan á enda

Englendingurinn Ross McGowan sigraði í dag á Opna ítalska mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

McGowan spilaði hringina fjóra í mótinu á 20 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Laurie Canter og Nicolas Colsaerts sem enduðu jafnir í öðru sæti. Canter hafði leitt mótið frá fyrsta degi en mistókst að setja niður fuglapútt á síðustu holunni til að komast í bráðabana.

Þetta er annar sigur McGowan á Evrópumótaröðinni en sá fyrri kom í október árið 2009 á Madrid Masters. Fyrir mótið um helgina var besti árangur McGowan á tímabilinu 42. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.