Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Besta byrjun Alþjóðaliðsins frá upphafi
Adam Scott.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 09:30

Besta byrjun Alþjóðaliðsins frá upphafi

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í morgun er Alþjóðaliðið 4-1 yfir eftir fyrstu umferðina í Forsetabikarnum sem haldinn er í Ástralíu. Um er að ræða bestu byrjun liðsins frá upphafi.

Raunar er þetta einungis í fjórða skiptið í sögu keppninnar sem Alþjóðaliðið er í forystu eftir fyrsta keppnisdaginn en lið Bandaríkjanna hefur yfirleitt byrjað af miklum krafti.

kylfingur.is
kylfingur.is

„Augljóslega erum við allir sáttir með niðurstöðuna í dag,“ sagði Scott eftir fyrsta daginn en hann og Byeong Hun An höfðu betur gegn Tony Finau og Bryson DeChambeau í fyrstu umferð. „Við munum njóta þess í kvöld en við eigum eftir fjórar umferðir til þess að klára verkið. Morgundagurinn er annar mikilvægur dagur fyrir okkur. Markmiðið okkar er að vinna þá umferð.“

Önnur umferð mótsins verður leikin í kvöld en mótinu lýkur svo á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Úrslit fyrstu umferðar:

Leikur 1: Joaquin Niemann / Marc Leishman 4&3 Tiger Woods / Justin Thomas
Leikur 2: Sungjae Im / Adam Hadwin 1 upp Patrick Cantlay / Xander Schauffele
Leikur 3: Byeong Hun An / Adam Scott 2&1 Tony Finau / Bryson DeChambeau
Leikur 4: C.T. Pan / Hideki Matsuyama 1 upp Patrick Reed / Webb Simpson
Leikur 5: Louis Oosthuizen / Abraham Ancer 4&3 Gary Woodland / Dustin Johnson.

Örninn járn 21
Örninn járn 21