Heimsferðir
Heimsferðir

Fréttir

Bjarki í stuði í Tékklandi
Bjarki Pétursson. Ljósmynd: golfsupport.nl/Richard Martin-Roberts
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 17. júní 2022 kl. 07:36

Bjarki í stuði í Tékklandi

Bjarki Pétursson úr GKG lék best Íslendinganna fjögurra á fyrsta hring Kaskáda Golf Challenge á Áskorendamótaröðinni en mótið hófst í Tékklandi í gær. Fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs í gær og svo aftur vegna birtuskilyrða en leik á hringnum lauk nú í morgun.

Þetta er frumraun Bjarka á mótaröðinni á keppnistímabilinu.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Hann kom í hús á 69 höggum eða á 2 höggum undir pari Kaskáda vallarins í Brno. Andri Þór Björnsson úr GR er einnig á sínu fyrsta móti á mótaröðinni á þessu keppnistímabili. Andri Þór kom í hús á 70 höggum eða á 1 höggi undir pari vallarins. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er að leika á sínu níunda móti á keppnistímabili mótaraðarinnar, náði sér ekki alveg á strik á hringnum og kom í hús á 72 höggum eða á 1 höggi yfir pari. Sömu sögu má segja um Guðmund Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem er að leika á sínu sjöunda móti á keppnistímabili mótararðarinnar, en hann kom í hús á 73 höggum eða á 2 höggum yfir pari Kaskáda vallarins.

Skorkort Bjarka

Skorkort Andra Þórs

Skorkort Haralds Franklíns

Skorkort Guðmundar Ágústs

Það voru þeir Martin Simonsen frá Danmörku og Jeremy Freiburghaus frá Þýskalandi sem leiddu eftir fyrsta hring á 7 höggum undir pari vallarins.

Leikur á öðrum hring er nú þegar hafin og þegar þetta er skrifað hefur Bjarki fengið þrjá fugla á fyrstu 4 holunum og situr í 5.-14. sæti á 5 höggum undir pari. Haraldur Franklín er á 1 höggi undir pari á hringnum eftir 6 holur og samtals á pari. Hann situr í 75.-92. sæti, einu höggi frá áætlaðri niðurskurðarlínu sem er sem stendur við 1 högg undir par. Andri Þór er í 57.-74. sæti á 1 höggi undir pari og Guðmundur Ágúst er í 106.-121. sæti á 2 höggum yfir pari vallarins. Þeir Andri Þór og Guðmundur Ágúst verða ræstir út núna um áttaleytið á íslenskum tíma.

Staðan á mótinu

Andri Þór, Haraldur Franklín, Bjarki og Guðmundur Ágúst í Tékklandi í gær