Fréttir

Conners með holu í höggi á Masters
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. apríl 2021 kl. 10:21

Conners með holu í höggi á Masters

Kanadabúinn Corey Conners gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á þriðja keppnisdegi Masters mótsins sem fram fer á Augusta National vellinum.

Conners, sem er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn, náði draumahögginu á 6. holu vallarins. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Conners er annar kylfingurinn í mótinu sem fer holu í höggi en Tommy Fleetwood fór holu í höggi á 16. holu á fyrsta keppnisdegi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.