Fréttir

Evrópskir atvinnukylfingar keppa á innanhúss mótaröð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. maí 2020 kl. 23:45

Evrópskir atvinnukylfingar keppa á innanhúss mótaröð

Evrópskir atvinnukylfingar keppa ekki á grænum grundum úti við næstu vikurnar vegna Covid-19 en þeir munu hins vegar keppa í BMW innanhúss mótinu með TrackMan golfhermi næstu fimm vikurnar. Um er að ræða nýja mótaröð þar sem notuð verður nýjasta tækni í golfhermum frá TrackMan.

Meðal keppenda verða Martin Kaymer, Joost Luiten, Mike Lorenzo Vera, Lee Westwood og Bernd Wiesberger. Þeir keppa hver og einn frá sínu heimili og leika 18 holur í höggleik á mörgum af frægustu völlum Evrópu eins og St. Andrews, Royal Portrush, Valderrama og Wentworth.

Fyrsta umferð verður laugardaginn 9. maí á St. Andrews.