Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur öruggur áfram í Svíþjóð
Birgir Leifur Hafþórsson
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 12:41

Evrópumótaröð karla: Birgir Leifur öruggur áfram í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er á samtals þremur höggum undir pari eftir tvo hringi á Nordea Masters mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð karla, og kemst hann því örugglega í gegnum niðurskurðinn. 

Fyrir daginn var Birgir Leifur á þremur höggum undir pari. Hann hóf leik á 10. holu í dag og var kominn tvö högg undir par eftir níu holur. Hann gaf aftur á móti aðeins eftir á síðari níu holunum þar sem að hann tapaði tveimur höggum.

Birgir Leifur endaði því á 70 höggum í dag eða pari vallar og er eftir daginn á samtals þremur höggum undir pari. Margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik en eins og staðan er núna þá er Birgir Leifur jafn í 24. sæti og því öruggur áfram,

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.