Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Catlin fagnaði sínum fyrsta sigri
John Catlin.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 6. september 2020 kl. 22:33

Evrópumótaröð karla: Catlin fagnaði sínum fyrsta sigri

Það var Bandaríkjamaðurinn John Catlin sem fagnaði sigri á Estrella Damm N.A. Andalucia Masters mótinu sem kláraði í dag á Valderrama vellinum á Spáni. Mikil spenna var á lokadeginum og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokaholunni.

Erfiður völlur og erfiðar aðstæður gerði keppendum erfitt fyrir alla helgi og til marks um það þá var enginn kylfingur sem endaði mótið undir pari. Einnig þá voru aðeins 36 hringir í mótinu sem voru undir pari og var besta skorið 67 högg og kom sá hringur í dag hjá Lee Westwood.

Catlin var frá byrjun móts en virtist undir lokin ætla kasta sigrinum frá sér í hendurnar á Martin Kaymer sem gat unnið sitt fyrsta mót síðan árið 2014. Fyrir 18. voru þeir aftur á móti orðnir jafnir og á meðan Catlin náði í par á lokaholunni og enda mótið á tveimur höggum yfir pari þá fékk Kaymer skolla og endaði á þremur höggum yfir pari.

Kaymer var grátlega nálægt því að vippa ofan í á lokaholunni til að jafna við Catlin en boltinn stoppaði á holubarminum.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

John Catlin wins the #ValderramaMasters! 🏆

A post shared by European Tour (@europeantour) on