Fréttir

Evrópumótaröð karla: Jiménez tyllti sér á toppinn í Austurríki
Miguel Ángel Jiménez.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 10. júlí 2020 kl. 22:48

Evrópumótaröð karla: Jiménez tyllti sér á toppinn í Austurríki

Annar dagur Austrian Open mótsins var leikinn í dag en mótið er haldið sameiginlega af Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Það er Spánverjinn Miguel Ángel Jiménez sem er í forystu eftir tvo hringi eftir frábæran hring í dag.

Jiménez lék á alls oddi í dag og fékk hvorki meira né minna en 10 fugla á hringnu. Á móti fékk hann tvo skolla og restina pör. Hann kom því í hús á 65 höggum sem er jafnframt jafn besti hringur mótsins. Eftir daginn í dag er Jiménez á samtals 11 höggum undir pari.

Næstu menn eru á níu höggum undir pari en þeir eru fimm sem eru jafnir á því skori. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.