Fréttir

Evrópumótaröð karla: Otaegui með mikla yfirburði á fyrsta hring Skoska meistaramótsins
Adrian Otaegui.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 15. október 2020 kl. 20:18

Evrópumótaröð karla: Otaegui með mikla yfirburði á fyrsta hring Skoska meistaramótsins

Spánverjinn Adrian Otaegui var í miklu stuði á fyrsta hring Skoska meistaramótsins sem hófst í dag á Fairmount St. Andrews golfsvæðinu í Skotlandi. 

Otaegui fékk hvorki meira né minna en 10 fugla á hringnum í dag. Fjórir af þeim komu á holum eitt til níu og sex af þeim komu á holum 10-18. Hann tapaði ekki höggi á lék hann því samtals á 10 höggum undir pari, eða 62 höggum.

Matt Wallace og Bryce Easton eru jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari og eru því þremur höggum á eftir Otaegui. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

He just couldn’t miss 🕳 #AXAScottishChamps

A post shared by European Tour (@europeantour) on