Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rahm kominn upp í efsta sæti stigalistans
Jon Rahm. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 10:54

Evrópumótaröð karla: Rahm kominn upp í efsta sæti stigalistans

Eftir sigurinn um helgina á Opna spænska er Jon Rahm kominn upp í efsta sæti stigalistans á Evrópumótaröð karla. Rahm fagnaði öruggum sigri í heimalandi sínu en þetta var annað árið í röð sem Rahm sigraði.

Með sigrinum er Rahm kominn með 3.898 stig og er rúmum 300 stigum á undan næsta manni sem er risameistarinn Shane Lowry. Spilamennska Rahm hefur verið frábær undanfarna mánuði en eins og Kylfingur greindi frá á dögunum hefur hann verið líklega heitasti kylfingur heims frá því á Opna bandaríska mótinu í sumar.

Spánverjinn Rafa Cabrera Bello, sem endaði í 2. sæti á Opna spænska mótinu, fer einnig upp listann eftir mót helgarinnar og er nú í 11. sæti eftir að hafa verið í 22. sæti fyrir mótið.

Næsta mót á Evrópumótaröð karla er Opna ítalska mótið sem fer fram dagana 10.-13. október.

Staða efstu kylfinga:

1. Jon Rahm, 3.898 stig
2. Shane Lowry, 3.535 stig
3. Bernd Wiesberger, 3.033 stig
4. Matt Wallace, 2.389 stig
5. Tommy Fleetwood, 2.379 stig

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum.