Fréttir

Evrópumótaröð kvenna og LPGA í samstarf
Mike Whan og Marta Figueras-Dotti
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 27. nóvember 2019 kl. 22:00

Evrópumótaröð kvenna og LPGA í samstarf

Evrópumótaröðin kvenna (LET) og LPGA mótaröðin kynntu í gær sameiginlega stefnu sínu að endurvekja áhugan á LET.

LET hefur í nokkur ár átt í erfiðleikum með upphæð verðlaunafés og fjölda móta á hverju tímabili. Samstarf LET við LPGA mun byggjast á því að laga þessi vandamál ásamt því að gefa kylfingum greiðar leið að LPGA mótaröðinni. Síðara planið er ekki enn frágengið en stjórnandi LPGA mótaraðarinnar, Mike Whan, sagði að efstu kylfingar LET fengju þátttökurétt á lokastig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina.

„Tvö lið að vinna að sama markmiði mun fjölga tækifærum til muna, eitthvað sem við hefðum ekki getað gert ein,“ sagði Marta Figueras-Dotti stjórnarformaður LET á fréttamannafundinum. „Í grunninn er þetta samstarf sett á laggirnir til að gefa meðlimum mótaraðarinnar tækifæri á að eltast við þann draum að vera atvinnumenn í sinni íþrótt. Við erum nú þegar farin að sjá miklar breytingar á dagskrá mótaraðarinnar á þessum 60 dögum sem þessi umræða hefur staðið yfir.“

Whan sagði ástæðuna fyrir þessu samstarfi standa í stefnu LPGA mótaraðarinnar. „Ef þú lest stefnu LPGA þá stendur að hún er að gefa konum möguleika á því að eltast við draum sinn að leika sem atvinnukylfingur, punktur.“ Þau 10 ár sem Whan hefur verið yfirmaður LPGA mótaraðarinnar þá hefur fjöldi kvenna sem eru unglingar farið úr 20% í 36%. Á sama tímabili hefur verðlauna fé LPGA mótaraðarinnar hækka ðum 80% og fjöldi móta aukist um 50%. Núna vilja Whan og teymið hans auka umsvif golfs í Evrópu.

„Við erum hæst ánægð með að bæta samband okkar við Evrópumótaröð kvenna með það að markmiði að gera eins sterka mótaröð í Evrópu og hægt er.“