Public deli
Public deli

Fréttir

Frábæru Volcano open í Vestmannaeyjum lokið
Verðlaunahafar í fyrsta flokki með Boga Nils Bogasyni frá Icelandair lengst til vinstri. Frá vinstri, Bogi, Birkir Ívar Guðmundsson sem lenti í öðru sæti, sigurvegarinn Jóhann Pálmason, og Ívar Sigurður Kristinsson sem endaði í þriðja sæti
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 7. júlí 2024 kl. 15:40

Frábæru Volcano open í Vestmannaeyjum lokið

„Það er ofboðslega ánægjulegt hvernig þetta heppnaðist hjá okkur um helgina, mótið tókst frábærlega í alla staði og kannski má að segja að menn mótsins hafi verið veðurguðirnir,“ segir Sigursveinn Þórðarson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. 

Þetta frábæra mót hefur heldur betur fest sig í sessi og var haldið í 28. sinn en síðustu tæpu tuttugu mótin hefur Icelandair verið helsti samstarfsaaðilinn. Mjög gott golf var leikið báða daganaa í blíðunni og var kátt á hjalla á lokahófinu á laugardagskvöldinu.

Ræst er út af öllum teigum tvisvar sinnum yfir daginn og á seinni degi er golfurum raðað eftir stöðu. Keppt var í tveimur flokkum, 1. flokkur náði upp í 14,4 í forgjöf og á seinni með 28 sem hámarksforgjöf. Ólíkt öðrum mótum keppa kynin sín á milli og verður kvenpeningurinn ekki sakaður um að láta ljós sitt skína á verðlaunaafhendingunni, ekki nema þegar kom að því að draga úr skorkortum.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Í fyrsta flokki vann Vestmannaeyingurinn Jóhann Pálmsson á 77 punktum, hann er með fimm í forgjöf og átti tvo frábæra hringi, sá seinni á 68 höggun eða tveimur undir pari. Handboltamarkmaðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson, skilaði sömuleiðis 77 punktum en Jóhann var með betri hring. Ívar Sigurður Kristinsson lenti svo í þriðja sæti á 75 punktum.

Í öðrum flokki var það Vignir Sveinsson sem var hlutskarpastur á 79 punktum og vann öruggan sigur. Í öðru sæti var Kristinn Ólafsson á 75 punktum og Erling Adolf Ágústsson lenti í þriðja sæti á 73 punktum.

Daníel Ingi Sigurjónsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, spilaði besta golfið, endaði mótið á -4 eða samtals 136 höggum.

Myndir og viðtöl við handboltagoðsögnina Kristján Arason, sigurvegara mótsins, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og fleiri fylgja með þessari frétt.

Verðlaunahafar í öðrum flokki, frá vinstri; Bogi Nils Bogason frá Icelandair, Kristinn Ólafsson sem lenti í öðru sæti, Vignir Sveinsson sem vann og lengst til hægri er Erling Adolf Ágústsson, sem lenti í þriðja sæti.

Þessir voru næst holu á par þrjú holum vallarins.

Gestir Icelandair voru leystir út með gjöfum.

Bogi Nils Bogason frá Icelandair til vinstri, með besta kylfingi mótsins, Daníel Inga Sigurjónssyni.

Árni Jón Eggertsson með þrettándu flötina í baksýn.

Blaðamaður spilaði með þessum, frá vinstri; Sigurbjörn, Árni Jón Eggertsson, Benedikt Sveinsson og Kristján Arason.

Þessar konur frá Golfklúbbi Grindavíkur mæta alltaf á Volcano open.

Frá vinstri, hinar grindvísku Irmý Rós Þorsteinsdóttir, Þorgerður Guðmundsdóttir og Steinunn Óskarsdóttir

Golfvöllur Vestmannaeyinga skartaði sínu fegursta um helgina.

Jóhann Pálmason, sigurvegari í 1. flokki. Vignir Sveinsson, sigurvegari í 2. flokki. Bogi Nils Bogason, Icelandair. Sigursveinn Þórðarson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja. Grindvíkingurinn Bjarki Guðmunsson. Handboltagoðsögnin Kristján Arason.