Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fyrsta liðakeppni síðan 1993 sem Mickelson verður ekki hluti af
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 14:00

Fyrsta liðakeppni síðan 1993 sem Mickelson verður ekki hluti af

Forsetabikarinn hefst í næstu viku en þá mætast lið Bandaríkjanna og Alþjóðaliðið, sem er skipað leikmönnum frá öllum heimsálfum fyrir utan Evrópu.

Eins og greint var frá í síðasta mánuði þá verður Phil Mickelson ekki með bandaríska liðinu og verður það í fyrsta skiptið sem hann er ekki hluti af Forsetabikarnum en mótið var sett á laggirnar árið 1994. Það sem meira er, þá hefur Mickelson verið hluti af öllum liðakeppnum frá árinu 1994. Þetta verður því í fyrsta skiptið síðan árið 1993 sem hann leikur ekki fyrir hönd Bandaríkjanna.

Í viðtali á dögunum sagði Mickelson að þrátt fyrir að hann væri svekktur að vera ekki hluti af liðinu þá væri hann spenntur að hvetja strákana áfram og horfa á þá spila.

„Ég hef haldið haldið að þetta væri ein af skemmtilegustu keppnunum til að horfa á. Veistu, ég er spenntur, ég held með strákunum. Mig langar að okkur vinna bikarinn aftur.“