Fréttir

Fyrsta móti ársins lokið hjá Axel
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 12:38

Fyrsta móti ársins lokið hjá Axel

Axel Bóasson var rétt í þessu að ljúka leik á þriðja og síðasta hring Lindbytvätten Grand Opening mótsins en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Leikið er á Ekerum vellinum í Svíþjóð. Þetta var fyrsta mót tímabilsins hjá Axel og var hann eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Hringurinn fór rólega af stað hjá Axel í dag og var hann á pari vallar eftir sjö holur. Þá kom erfiður kafli þar sem hann fékk þrjá skolla í röð. Axel náði þó að klóra í bakkann undir lokin og nældi sér í tvo fugla. Hann endaði hringinn því á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari.

Mótið endaði Axel á fjórum höggum yfir pari og varð hann jafn í 38. sæti.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.