Grafarholtið aldrei verið glæsilegra - myndir
Grafarholtsvöllur hefur líklega aldrei litið betur út og hafa kylfingar á Íslandsmótinu í höggleik lofað ástand vallarins. Ómar Örn Friðriksson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sagði að það væri búið að leggja mikla vinnu í það að hafa Holtið sem flottast á stærsta móti ársins.
„Aðstæður hafa líka verið góðar í þessari blíðu í sumar og það hefur gefið okkur tækifæri á að sinna ýmsu smálegu sem kemur skemmtilega út, ýmsum smáatriðum sem fólk tekur ekki alltaf eftir. Þetta hefur gengið vel það sem af er fyrstu dagana og við hjá GR erum afar sátt með stöðuna.“
Þessi smáatriði sem Ómar nefnir eru t.d. auka sláttur í kringum flatir en flatirnar sjálfar hafa sennilega aldrei verið betri sem og og brautir og teigar.
Hér fylgja nokkrar fallegar myndir úr Grafarholtinu sem skartar sínu fegursta á Íslandsmóti í höggleik 2019.