Guðmundur Ágúst á 2 höggum yfir pari á fyrsta hring á Ítalíu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG lauk leik á fyrsta hring á Italian Challenge Open í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Hann kom í hús á 73 höggum eða á 2 höggum yfir pari Golf Nazionale vallarins í Viterbo. Fjórir kylfingar deila forystunni á 5 höggum undir pari.
Guðmundur Ágúst fékk fjóra skolla og tvo fugla á hringnum.
Okkar maður verður ræstur út á annan hringinn laust fyrir klukkan ellefu í fyrramálið.