Fréttir

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. ágúst 2020 kl. 16:42

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn

Íslandsmeistari karla í höggleik árið 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, verður ekki á meðal keppenda á Íslandsmótinu í ár sem fer fram dagana 6.-9. ágúst hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Í stað þess að leika í mótinu verður GR-ingurinn í eldlínunni á Nordic Golf mótaröðinni en þar keppir hann á Thisted Forsikring meistaramótinu dagana 6.-7. ágúst.

Guðmundur sigraði á Íslandsmótinu í fyrra á heimavelli en mótið var haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholtinu. Það var hans fyrsti Íslandsmeistaratitill í höggleik.

Í kvennaflokki mætir Íslandsmeistarinn 2018 og 2019 til leiks en það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili. Guðrún Brá hefur leikið vel í sumar og er til alls líkleg að vinna í þriðja skiptið í röð en hennar helsti keppinautur í síðustu mótum, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er einnig með. Valdís Þóra Jónsdóttir er enn að jafna sig af meiðslum og verður því ekki með í ár.

Íslandsmeistarar í höggleik síðustu ár:

2010: Birgir Leifur Hafþórsson, Tinna Jóhannsdóttir
2011: Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2012: Haraldur Franklín Magnús, Valdís Þóra Jónsdóttir
2013: Birgir Leifur Hafþórsson, Sunna Víðisdóttir
2014: Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2015: Þórður Rafn Gissurarson, Signý Arnórsdóttir
2016: Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2017: Axel Bóasson, Valdís Þóra Jónsdóttir
2018: Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.