Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Guðmundur endaði vel í Írlandi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 30. maí 2021 kl. 15:03

Guðmundur endaði vel í Írlandi

Lokadagur Irish Challenge mótsins á Áskorendamótaröðinni fór fram í dag en Guðmundur Ágúst Kristjánsson var á meðal keppenda. Lokadagurinn var góður hjá Guðmundi og náði hann að vinna sig upp töfluna.

Fyrir daginn var Guðmundur á parinu og byrjaði hann daginn með miklum látum þar sem hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum. Hann gaf aðeins eftir um miðbik hrings þar sem hann fékk tvo skolla á holum 12 og 13 en hann svaraði því með tveimur fuglum í röð á holum 14 og 15. Skolli á 17 gerði það að verkum að Guðmundur endaði hringinn á 68 höggum.

kylfingur.is
kylfingur.is

Guðmundur endaði fyrir vikið á samtals þremur höggum undir pari og fór hann upp um sjö sæti milli daga. Hann endaði jafn í 12. sæti sem er þriðji besti árangur Guðmundar á Áskorendamótaröðinni. Næst mót á mótaröðinni hefst á fimmtudaginn 3. júní þegar D+D Real Czech Challenge mótið hefst og er Guðmundur skráður til leiks.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21