Fréttir

Guðrún Brá komst ekki áfram í Tékklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 18:43

Guðrún Brá komst ekki áfram í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er úr leik á Tipsport Czech Ladies Open mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Guðrún Brá lék fyrstu tvo hringi mótsins á 5 höggum yfir pari og varð að lokum þremur höggum frá því að komast áfram í gegnum niðurskurðinn.

Eftir erfiðan fyrsta hring bætti Guðrún sig um fimm högg milli hringja en það dugði ekki til þess að komast áfram.

Finninn Sanna Nuutinen og Carly Booth frá Skotlandi eru jafnar í forystu fyrir lokahringinn sem fer fram á sunnudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.