Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Guðrún Brá lék á parinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Laugardagur 5. maí 2018 kl. 16:11

Guðrún Brá lék á parinu

Annar hringur VP Bank Ladies Open mótsins fór fram í dag, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á meðal keppenda og lék hún hringinn í dag á 72 höggum.

Hringurinn hjá Guðrúnu var nokkuð sveiflukenndur, þá sérstaklega síðari níu holurnar. Á fyrri níu holunum fékk hún einn fugl og einn skolla. Aftur á móti fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og restina pör á síðari níu holunum.

Hún endaði því á parinu, eða 72 höggum. Guðrún er eftir daginn jöfn í 37. sæti á samtals einu höggi undir pari og því nokkuð örugg á að komast í gegnum niðurskurðinn, en ekki hafa allar lokið leik í dag.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.