Fréttir

Háskólagolfið: Birgir Björn lék lokahringinn á 69 höggum
Birgir Björn Magnússon.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 14:24

Háskólagolfið: Birgir Björn lék lokahringinn á 69 höggum

Birgir Björn Magnússon og liðsfélagar hans í Southern Illinois háskólanum og Hlynur Bergsson sem leikur fyrir North Texas skólann tóku þátt í Kaanapali Collegiate Classic mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram dagana 1.-3. nóvember.

Hlynur og Birgir léku mjög svipað golf í mótinu og enduðu jafnir í 89. sæti í einstaklingskeppninni á 8 höggum yfir pari. Báðir léku þeir vel á lokahringnum en Hlynur lék á 70 höggum eða höggi undir pari og Birgir á 69 höggum.

Alls léku 20 lið í mótinu en North Texas skólinn endaði í 13. sæti og Southern Illinois endaði í 17. sæti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.