Fréttir

Heimslisti karla: Catlin upp um tæp 150 sæti á þremur vikur
John Catlin.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 29. september 2020 kl. 16:00

Heimslisti karla: Catlin upp um tæp 150 sæti á þremur vikur

Sigurvegari helgarinn á Evrópumótaröð karla, John Catlin hefur farið upp um 146 sæti á síðastliðnum þremur viku. Eftir tvo sigra í sama mánuðnum er Catlin komin í 84. sæti heimslistans og hefur hann aldrei verið ofar. Catlin bar sigur úr býtum á Andalucia Masters mótinu fyrr í mánuðinum og svo á sunnudaginn fagnaði hann sigri á Dubai Duty Free Irish Open mótinu.

Hudson Swafford sem vann sitt annað mót á PGA mótaröðinni um helgina þegar að hann bar sigur úr býtum á Corales Puntacana Club and Resort Championship mótinu fór upp um 180 sæti milli vikna. Hann var fyrir helgina í 345. sæti en er nú kominn í 165. sæti. Í byrjun árs var hann í 426. sæti heimslistans.

Dustin Johnson er enn efstur og hefur hann nú verið þar samfleytt í sex vikur. Samtals hefur Johnson verið í efsta sætinu í 97 vikur og er hann nú jafn Nick Faldo í fjórða sæti yfir þá kylfinga sem hafa setið lengst í efsta sætinu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er efstur af íslensku atvinnukylfingunum í 513. sæti. Hann hefur leikið vel undanfarna vikur og var kominn í 508. sæti eftir að ná sínum besta árangri á Evrópumótaröð karla þegar að hann endaði í 19. sæti á Open de Portugal mótinu. Haraldur Franklín Magnús er næstur í 698. sæti.

Hérna má sjá listann í heild sinni.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.