Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Íslandsmót Golfklúbba hófst í gær
Íslandsmót Golfklúbba hófst í gær
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 09:08

Íslandsmót Golfklúbba hófst í gær

Íslandsmót Golfklúbba 1. deild hófst í gær á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Í kvennaflokki eru þrjú lið ósigruð að loknum fyrsta keppnisdegi, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Hörð keppni framundan í kvennaflokki.

Í karlaflokki sigruðu Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar báðar sínar viðureignir og eru með fullt hús stiga.

Keppni heldur áfram í dag og lýkur með úrslitaleikjum á morgun þar sem Íslandsmeistarar Golfklúbba verða krýndir.

Á vef Golfsambandsins eru mótinu gerð frábær skil.

Hér má fylgjast með mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21