Fréttir

Íslandsmótið: Fjórir kylfingar fæddir árið 2006
Perla Sól Sigurbrandsdóttir. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 14:00

Íslandsmótið: Fjórir kylfingar fæddir árið 2006

Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun, fimmtudag, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli. Margir af bestu kylfingum landsins eru skráðir til leiks í ár og má búast við spennandi keppni.

Golfsambandið hefur tekið saman upplýsingar um yngstu og elstu keppendur mótsins og vekur athygli að fjórir kylfingar sem taka þátt í ár eru fæddir árið 2006 og því einungis 14 ára á þessu ári.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þau Veigar Hreiðarsson, GA, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, Helga Signý Pálsdóttir, GR, og Karen Lind Stefánsdóttir, GKG.

Veigar er yngstur þeirra en hann er með 2,3 í forgjöf og þykir mikið efni. Faðir hans, Heiðar Davíð Bragason, er einnig með í mótinu en hann er með 0,4 í forgjöf í dag. Heiðar Davíð varð auðvitað Íslandsmeistari í höggleik árið 2005 en þá var Veigar ekki fæddur.

Þrátt fyrir ungan aldur er Perla Sól að keppa í þriðja skiptið í Íslandsmótinu í höggleik en hún keppti fyrst árið 2018, þá einungis 11 ára gömul. Perla er með 3 í forgjöf í dag og mun væntanlega blanda sér í toppbaráttuna á næstu árum.

*UPPFÆRT: Eftir að hafa verið á biðlista komst Markús Marelsson inn í mótið í dag. Markús, sem leikur fyrir Golfklúbbinn Keili, er fæddur árið 2007 og er því yngsti keppandi mótsins í ár.

Á heimasíðu Golfsambandsins má sjá nánari greiningu á aldri keppenda í Íslandsmótinu í höggleik 2020.

Yngstu keppendur Íslandsmótsins:

Markús Marelsson GK 2007

Veigar Heiðarsson GA 2006
Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 2006
Helga Signý Pálsdóttir GR 2006
Karen Lind Stefánsdóttir GKG 2006

Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 2005
Berglind Erla Baldursdóttir GM 2005
Sara Kristinsdóttir GM 2005

Dagur Fannar Ólafsson GKG 2004
Bjarni Þór Lúðvíksson GR 2004
Óskar Páll Valsson GA 2004
Róbert Leó Arnórsson GKG 2004
Nína Margrét Valtýsdóttir GR 2004
Jóhannes Sturluson GKG 2004
María Eir Guðjónsdóttir GM 2004
Guðrún Jóna Nolan Þorsteinsdóttir GKG 2004
Katrín Sól Davíðsdóttir GM 2004
Bjarney Ósk Harðardóttir GR 2004
Auður Sigmundsdóttir GR 2004