Fréttir

Íslensku kylfingarnir allir úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta
Kristófer Karl Karlsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 20:31

Íslensku kylfingarnir allir úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta

Dagbjartur Sigurbrandsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Bjarki Blumenstein hófu í gær leik á Opna breska áhugamannamóti pilta sem fer fram í Englandi.

Eftir tvo hringi í mótinu eru íslensku strákarnir allir úr leik en skorið var niður eftir hring dagsins.

Sigurður Bjarki var næstur því að komast áfram af íslenska hópnum en hann þurfti par á lokaholu annars hringsins til þess að ná því en fékk tvöfaldan skolla.

Sigurður endaði hringina tvo á 6 höggum yfir pari, jafn Dagbjarti og fleiri kylfingum í 92. sæti. Kristófer Karl lék ekki vel á öðrum hringnum og endaði í 210. sæti á 16 höggum yfir pari í heildina.

Alls komust 64 kylfingar áfram eftir hringina tvo og halda þeir áfram í holukeppni sem klárast á sunnudaginn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Skor íslensku strákanna:

92. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, +6
92. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, +6
210. sæti: Kristófer Karl Karlsson, +16