Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Koepka sagði það hafa hjálpað að heyra áhorfendur styðja við DJ
Brooks Koepka.
Mánudagur 20. maí 2019 kl. 15:00

Koepka sagði það hafa hjálpað að heyra áhorfendur styðja við DJ

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að það var Brooks Koepka sem fagnaði sigri á PGA meistaramótinu, öðru risamóti ársins, í gær.

Þrátt fyrir að hafa verið með sjö högga forystu fyrir lokadaginn var mikil spenna undir lokin þar sem Dustin Johnson var um tíma aðeins einu höggi á eftir Koepka. Áhorfendur virtust allir færasta á band Johnson og var nafnið hans kallað um allan völl.

Koepka sagði í viðtali eftir mótið að hann hefði alveg átt það skilið að áhorfendur færu að styðja Johnson en að það hefði hjálpað sér að rétta úr kútnum.

„Þetta er New York. Það er ekki við öðru að búast þegar þú ert eiginlega búinn að kasta mótinu frá þér. Ég átti þetta eflaust skilið. Að fá fjóra skolla í röð og það lítur allt út fyrir að maður sé að fara að tapa mótinu...ég hef mætt á íþróttaviðburði hérna og ég veit hvernig þetta er.“

„Ég held að þetta hafi samt hjálpað. Þetta var fullkomin tímasetning af því ég hugsaði með mér að þetta væri allt í lagi. Svo voru allir á móti mér þannig ég sagði sjálfum mér að rífa mig í gang.“

Það tókst og fagnaði hann að lokum tveggja högga sigri.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)