Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Kuchar fagnaði öruggum sigri í Singapúr
Matt Kuchar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 11:58

Kuchar fagnaði öruggum sigri í Singapúr

Lokadagur Singapore Open mótsins fór fram nú í morgun og var það Matt Kuchar sem stóð uppi sem sigurvegari. Hann endaði þremur höggum á undan fyrrum efsta mannsi heimslistans, Justin Rose.

Kuchar lagði grunn að sigrinum með frábærum þriðja hring upp á 62 högg, sem er níu högg undir pari. Lokahringurinn var ekki auðveldur fyrir Kuchar því á sjöundu holunni lenti hann í því að fá þrefaldan skolla. Hann sýndi þó mikinn karakter og fékk þrjá fugla á síðari níu holunum og kom í hús á 70 höggum, eða höggi undir pari. Mótið endaði Kuchar á 18 höggum undir pari.

Rose lék lokahringinn á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Þar af lék hann síðari níu holurnar á fjórum höggum undir pari. Hann endaði mótið á 15 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.