Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Kylfurnar sem Johnson notaði þegar hann tryggði sér stigameistaratitilinn
Dustin Johnson er með samning við TaylorMade.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 8. september 2020 kl. 11:00

Kylfurnar sem Johnson notaði þegar hann tryggði sér stigameistaratitilinn

Dustin Johnson varð á mánudaginn stigameistari á PGA mótaröðinni eftir sigur á TOUR Championship mótinu á East Lake.

Hinn 36 ára gamli Johnson fékk fugl á lokaholunni og varð að lokum þremur höggum á undan Xander Schauffele og Justin Thomas.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða kylfur Johnson notaði á TOUR Championship:

Dræver: TaylorMade SIM (10,5 gráður), Fujikura Speeder 661 X skaft

Trékylfur: TaylorMade SIM Max (15 gráður), Fujikura Ventus Black 7X skaft; (21 gráða), with Project X HZRDUS Black 95 skaft

Járn: TaylorMade P730 “DJ Proto” (3-PW), True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft 

Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (52, 60 gráður), KBS Hi-Rev 120 S Black sköft 

Pútter: TaylorMade Spider Tour Black 

Bolti: TaylorMade TP5x

Grip: Golf Pride Tour Velvet (Allar kylfur nema pútter) / SuperStroke Traxion Pistol GT 1.0 (pútter)