Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

LPGA: Lee6 í forystu þegar annar hringur er ný hafinn
Jeongeun Lee6
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 8. júní 2019 kl. 13:30

LPGA: Lee6 í forystu þegar annar hringur er ný hafinn

Annar hringur á Shoprite LPGA Classic mótinu á LPGA mótaröðinni er ný hafinn og er það hin suður-kóreska Jeongeun Lee6 sem er í forystu. Hún lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 höggum undir pari og er eftir 5 holur á öðrum hring komin á samtals 9 högg undir par.

Lee6 fékk ansi fá pör á hringnum í gær en hún fékk hvorki meira né minna en 9 fugla, einn örn og þrjá skolla. Fast á hæla hennar fylgja þær Mariah Stackhouse og Pornanong Phatlum en þær eru báðar á 8 höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda en hún lék fyrsta hringinn á 4 höggum yfir pari og þarf því á góðum hring að halda í dag. Hún á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma eða klukkan 18:05 á íslenskum tíma.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.