Fréttir

LPGA mótaröðin aflýsir mótum í Asíu
Sung Hyun Park sigraði á HSBC Women's World Championship í fyrra
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 10. febrúar 2020 kl. 18:30

LPGA mótaröðin aflýsir mótum í Asíu

LPGA mótaröðin hefur neyðst til þess að aflýsa nokkrum mótum sem halda átti í Asíu á næstu vikum vegna kóróna veirunnar. Mótin eru LPGA Honda Thailand sem leika átti í Tælandi og HSBC Women's World Champions sem átti að fara fram í Singapúr. Áður hafði LPGA Honda Classic mótinu verið aflýst sem átti að fara fram í næstu viku. 

„Það er alltaf erfið ákvörðun að aflýsa mótaröðum en LPGA mótaröðin kann virkilega að meta skilninginn og framlag okkar aðal styrktaraðila (Honda og HSBC) sem gera það mögulegt að halda þessi frábæru mót fyrir leikmenn okkar. Heilsa og öryggi keppenda, áhorfenda og allra þeirra sem koma að mótunum eru alltaf okkar fyrsta forgangsatriði. Þótt við séum vonsvikin að þessi mót munu ekki vera haldin á þessu tímabili þá hlökkum við til að snúa aftur til Asíu fljótlega."

Vegna þessa munu keppendur á LPGA mótaröðinni fá gott frí en Women's Australian Open mótið sem fram fer í þessari viku verður síðasta mótið þangað til Founders Cup mótið hefst í Arizona 19. mars.