Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

LPGA: Nær Ko loksins að vinna aftur?
Lydia Ko.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 17. apríl 2021 kl. 12:51

LPGA: Nær Ko loksins að vinna aftur?

Lydia Ko er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Lotte Championship mótinu sem fer fram á LPGA mótaröðinni í golfi.

Ko hefur leikið hringina þrjá á 21 höggi undir pari og er einu höggi á undan Nelly Korda sem verður með henni í lokahollinu í dag.

Sólning
Sólning

Korda hefur nú þegar sigrað á LPGA mótaröðinni á þessu ári en Ko hefur ekki fagnað sigri frá árinu 2018 þegar hún sigraði á LPGA Mediheal Championship. Þá var Ko nýbúin að fagna 21. ára afmæli sínu og nú þegar búin að sigra á 15 mótum á LPGA mótaröðinni á ferlinum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu fyrir lokahringinn.

Staða efstu kylfinga:

Lydia Ko, -21
Nelly Korda, -20
Yuka Saso, -17
Leona Maguire, -16
Amy Yang, -15
Lexi Thompson, -14
Sei Young Kim, -14
Hyo Joo Kim, -14

Örninn járn 21
Örninn járn 21