Fréttir

Mickelson með sinn þriðja sigur í fjórum tilraunum
Phil Mickelson fer frábærlega af stað á PGA mótaröð eldri kylfinga.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 11. október 2021 kl. 08:48

Mickelson með sinn þriðja sigur í fjórum tilraunum

Ferill Phil Mickelson á PGA mótaröð eldri kylfinga fer vægast sagt vel af stað. Í gær sigraði hann á Furyk & Friends mótinu og var það hans þriðji sigur á mótaröðinni og það aðeins í fjórðu tilraun.

Miguel Angel Jimenez þjarmaði að Mickelson sem hafði að lokum tveggja högga sigur eftir ævintýralegan hring eins og Mickelson er von og vísa.

Mickelson lék Timuquana Country Club völlinn í Jacksonville á samtals 15 höggum undir pari. Jimenez kom næstur eins og áður segir á 13 höggum undir og Steve Flesch endaði þriðji á 10 höggum undir.

Lokastaðan í mótinu