Fréttir

Misjafnt gengi strákanna á Spáni
Haraldur byrjaði vel á Spáni í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 14. október 2021 kl. 17:12

Misjafnt gengi strákanna á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnus hófu í dag leik á Emporada Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Þeir freista þess að komast í hóp 45 efstu á stigalista mótaraðarinnar fyrir lokamótið sem fram fer í nóvember. 

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Haraldur er sem stendur í 50. sæti stigalistans og Guðmundur í því 89. Þeir þurfa því á góðri frammistöðu að halda þar sem aðeins eitt mót til viðbótar er leikið áður en að lokamótinu kemur.

Haraldur lék vel í dag og endaði á 68 höggum eða 3 höggum undir pari það skilar honum í 22. sæti mótsins eins og er.

Guðmundur lék á 73 höggum í dag og er í 86. sæti mótsins eftir fyrsta hring.

Staðan í mótinu