Fréttir

Mótaskrá Evrópumótaraðar kvenna hefur að geyma hæsta verðlaunafé í sögu mótaraðarinnar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 17:45

Mótaskrá Evrópumótaraðar kvenna hefur að geyma hæsta verðlaunafé í sögu mótaraðarinnar

Undanfarin ár hafa reynst Evrópumótröð kvenna (LET) erfið bæði hvað varðar fjölda móta og verðlaunafé sem í boði hefur verið. Seint á síðasta ári var greint frá því að LET og LPGA mótaröðin myndu ganga í samstarf með það markmið að endurvekja áhugann á LET. Á þeim tímapunkti var ekki farið nánar út í hvernig breytingar mætti búast við en Mike Whan, stjórnandi LPGA mótaraðarinnar sagði að markmiðið yrði að gera mótaröðina eins sterka og mögulegt væri.

Nú hefur mótaskrá ársins 2020 verið birt og eru svo sannarlega miklar breytingar í vændum fyrir þá kylfinga sem leika á Evrópumótaröð kvenna. Á nýrri mótaröð verða mörg met bætt og mun fjöldi móta fjölga til muna, þá aðallega mótum sem eru leikin í Evrópu.

  • Heildar verðlaunafé fyrir tímabilið 2020 er nálægt 18 milljónum evra sem er nýtt met
  • 24 mót, þar af eru 15 í Evrópu
  • Sjö ný mót og mótum með verðlaunafé yfir 500.000 evrur fjölgar um sjö
  • Hæsta verðlaunafé í almennu móti (risamót ekki talin með): 1 milljón dollara í Sádi-Arabíu; 1,5 milljón evra í móti sem haldið er með Evrópumótaröð karla í Svíþjóð og 1,1 milljón dollara í móti sem er ekki komið með staðsetningu.
  • Nýr stigalisti, Race to Costa del Sol, mun bjóða upp á hæstu bónusgreiðslur í sögu mótaraðarinnar

Ljóst er að áhrifa LPGA mótarðarinnar er nú þegar farið að gæta ef marka má nýja mótaskrá og ljóst að fleiri af bestu kylfingum heims munu sækja í mót á vegum LET.

Tveir íslenskir atvinnumenn eru með þátttökurétt á mótaröðinni en Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann sér inn þátttökurétt á mótaröðinni um helgina og Valdís Þóra Jónsdóttir hefur keppt á mótaröðinni undanfarin ár. Það eru því spennandi tímar framundan fyrir kylfinga mótaraðarinnar.

Mótaskrá ársins 2020 og verðlaunfé í mótunum má sjá hér að neðan:

Dagsetning Heiti/Staðsetning Verðlaunafé í evrum/dollurum
Feb. 20-23 Australian Ladies Classic Bonville, Bonville Golf Resort, Bonville, New South Wales, Australia 240.000
Feb 27 – March 1 Women’s New South Wales Open, Dubbo Golf Club, New South Wales, Australia 210.000
March 12-14 Investec South African Women’s Open, Westlake Golf Club, Cape Town, South Africa 200.000
March 19-22 The Saudi Ladies Championship, Royal Greens Golf & Country Club, King Abdullah Economic City, Saudi Arabia 901.000/1.000.000
May 7-9 Jabra Ladies Open, Evian Resort Golf Club, Evian-les-Bains, France 200.000
May 14-17 La Reserva de Sotogrande Invitational, La Reserva Club de Sotogrande, Sotogrande, Spain 300.000
May 29-31 The Mithra Belgian Ladies Open, Naxhelet, Wanxe, Belgium 200.000
June 4-7 Lalla Meryem Cup, Royal Golf Dar Es Salam (Blue Course), Rabat, Morocco 450.000
June 11-14 Scandinavian Mixed Hosted by Henrik & Annika, Bro Hoff Slott Golf Club (Stadium Course), Stockholm, Sweden 1.500.000
July 2-5 Dutch Ladies Open, Rosendealsche Golf Club, Arnhem, the Netherlands 200.000
July 16-19 Estrella Damm Mediterranean Ladies Open, Club de Golf Terramar, Sitges, Spain 300.000
July 23-26 Evian Championship, Evian Resort Golf Club, Evian-les-Bains, France 3.700.000/4.100.000
Aug 5-8 Olympic Games, Kasumigaseki Country Club (East Course), Saitama, Japan -
Aug 6-9 UK Event Confirmed 991.500/1.100.000
Aug 13-16 Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open, The Renaissance Club, North Berwick, Scotland 1.352.000/1.500.000
Aug 20-23 AIG Women’s British Open, Royal Troon, Ayrshire, Scotland 4.055.000/4.500.000
Aug 28-30 TIPSPORT Czech Ladies Open, Golf Course Karlstejn, Liten, Czech Republic 200.000
Sept 3-6 Creekhouse Ladies Open, Kristianstads Golfklubb (Åhus Östra Course), Åhus, Sweden 400.000
Sept 10-12 VP Bank Swiss Ladies Open, Golfpark Holzhäusern, Ennetsee, Switzerland 200.000
Sept 17-20 Lacoste Ladies Open de France, Golf du Médoc (Chateaux Course), Le Pian-Médoc, France 325.000
Sept 24-27 Ladies European Thailand Championship, Phoenix Gold Golf & Country Club, Thailand 300.000
Oct 1-4 Hero Women’s Indian Open, DLF Golf & Country Club, Gurgaon, India 450.000/500.000

Nov 4-6

Omega Dubai Moonlight Classic, Emirates Golf Club (Faldo Course), Dubai, United Arab Emirates 260.000
Nov 12-15 Magical Kenya Ladies Open, Vipingo Ridge, Kilifi County, Kenya 300.000
Nov 26-29 Andalucía Costa del Sol Open de España Femenino, location TBC, Spain 600.000