Fréttir

Myndband: Ótrúlegt dræv DeChambeau | Upphafshögg alveg við flötina á par 5 holu
Bryson DeChambeau.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 7. mars 2021 kl. 14:27

Myndband: Ótrúlegt dræv DeChambeau | Upphafshögg alveg við flötina á par 5 holu

Bryson DeChambeau hafði talað um það í aðdraganda Arnold Palmer Invitational mótsins að hann gæti, ef aðstæður leyfðu, reynt að slá inn á flöt á 6. holunni, sem er 485 metra löng par 5 hola.

Í gær voru aðstæður nokkuð hagstæðar og tókst honum að slá lang leiðina inn á flöt. Það skal þó tekið fram að holan er eins og „U“ í laginni og þarf því ekki nema rétt um 340 metra högg til að komast yfir vatnið sem liggur milli teigsins og flatarinnar.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan var DeChambeau mjög spenntur fyrir höggina og baðaði meðal annars höndunum út í loftið. Myndin sem er fyrir neðan er sýnir svo hvar allir keppendur gærdagsins slógu upphafshöggið.

Þó svo að höggið hafi ekki farið alveg inn á flöt er engu að síður ótrúlegt að honum hafi tekist ætlunarverk sitt.