Fréttir

Flott hjá Haraldi Franklín í Abu Dhabi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. apríl 2024 kl. 11:05

Flott hjá Haraldi Franklín í Abu Dhabi

Haraldur Franklín Magnús endaði jafn í 9. sæti á UAE Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni en leikið var í Saadiyat Beach golfvellinum í Abu Dhabi og lauk í morgun.

Guðmundur Kristjánsson og Axel Bóasson voru einnig meðal keppenda og endaði Guðmundur jafn í 54. sæti á +2 en Axel komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék hringina tvo á sjö yfir pari.

Haraldur lék fyrsta hringinn á þremur undir pari, annan á parinu og þann þriðja á -5. Lokahringinn lék hann á -1 en fékk þrjá skolla á síðustu sex holunum eftir að hafa verið fjór undir pari á fyrstu tólf holunu. Virkilega flott frammistaða hjá Haraldi.

Sigurvegari var Daninn Rasmus Neergaaard-Petersen en hann lék á -14, fimm höggum betur en Haraldur.

Þeir þremenningar léku á móti í Abu Dhabi í síðustu viku og komst enginn þeirra þá í gegnum niðurskurðinn.