Guðrún meðal nítján efstu þegar mótið er hálfnað í Marokkó
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék annan hringinn á pari og er jöfn í 19. sæti á fimm höggum undir pari á lokaúrtökumóti fyrir LET Evrópumótaröðina á Al Maaden Golf Marrakech og Royal golf Marrakech golfvöllunum í Marakkó. Hinar íslensku stelpurnar eru nokkru neðar þegar mótið er hálfnað.
Guðrún fékk þrjá skolla á fyrri níu holunum og þrjá fugla á seinni níu.
Andrea Bergsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru á pari og jafnar í 77. sæti.
Hulda Clara Gestsdóttir er á fimm yfir pari og er jöfn í 132. sæti.
Mótið var stytt í 72 holur vegna mikilla rigninga að undanförnu og verður engin niðurskurður.
Tuttugu efstu og jafnar munu öðlast þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni 2026.
Það má því búast við mikilli spennu í síðustu tveimur hringjunum.
Guðrún hefur áður verið með þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni en hinar ekki.
Ragnhildur og Andrea léku á LET Access mótaröðinni í sumar en það er næsta deild fyrir neðan. Ragnhildur endaði þar í 8. sæti stigalistans en 7 efstu tryggðu sér þátttökurétt á LET á næsta ári.
Hulda Clara er að reyna fyrir sér í úrtökumóti í fyrsta sinn og komst í gegnum fyrsta stigið í síðustu viku eins og Guðrún Brá. Ragnhildur þurfti ekki að keppa þar.





