Fréttir

Myndband: Þrír ásar hjá Laird á síðustu tveimur tímabilum
Martin Laird hefur sigrað á fjórum mótum á PGA mótaröðinni, síðast á Shriners Hospitals mótinu í október.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 5. nóvember 2020 kl. 21:30

Myndband: Þrír ásar hjá Laird á síðustu tveimur tímabilum

Skotinn Martin Laird fór í dag holu í höggi á Houston Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Laird náði draumahögginu á 2. holu vallarins og komst á þeim tímapunkti eitt högg undir par. Laird endaði hins vegar hringinn á 72 höggum eða tveimur hgögum yfir pari og er jafn í 66. sæti þessa stundina.

Laird hefur verið einstaklega nákvæmur á par 3 holunum undanfarin ár en PGA mótaröðin greindi frá því á Instagram síðu sinni að þetta væri í þriðja skiptið á undanförnum tveimur tímabilum sem Laird nær draumahöggi allra kylfinga.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu

Hér fyrir neðan má sjá myndband af höggi dagsins hjá Laird: