Public deli
Public deli

Fréttir

Ólympíumeistarinn bætti við risatitli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 20. maí 2024 kl. 11:09

Ólympíumeistarinn bætti við risatitli

Risatitlar í heimi atvinnukylfinga er eitthvað sem allir vilja vinna. Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er þar engin undantekning.
Eftir að hafa verið í titilbaráttu viðRory McIlroy á lokadegi í PGA móti helgina á undan og þurft að sætta sig við að horfa á hann fara á kostum - var tími Schauffele kominn og það í risamóti. Hann náði forystu á PGA risamótinu á fyrsta degi á Valhalla vellinum þegar hann lék á níu höggum undir pari, sleppti henni ekki og innbyrti magnaðan sigur á tuttugu undir pari.

Spennan var mikil á lokadeginum og margir stórkylfingar um hituna. Þessi rólegir Flórídagaur sem varð m.a. Ólympíumeistari árið 2020 hefur verið að leika frábært golf og hefur sigrað sjö sinnum á PGA mótaröðinni en kannski ekki tekist að klára dæmið nógu oft. Hann hefur fjórum sinnum á þessu ári verið í lokaráshópi á PGA mótaröðinni en ekki unnið - fyrr en nú, og þetta er einn af stóru titlunum. Bryson DeChambeau veitti honum harða keppni en báðir fengu þeir fugl á síðustubrautinni,  Schauffele þurfti þó að hafa mun meira fyrir fuglinum en leysti erfið verkefni á lokabrautinni eins og meistara sæmir.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Lokastaðan.