Fréttir

PGA: Reed leiðir fyrir lokahringinn á Northern Trust
Patrick Reed.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2019 kl. 00:50

PGA: Reed leiðir fyrir lokahringinn á Northern Trust

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er í forystu eftir þrjá hringi á Northern Trust mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni. 

Reed er á 14 höggum undir pari eftir hringina þrjá, höggi á undan Abraham Ancer frá Mexíkó.

Takist Reed að sigra á morgun verður það hans sjöundi sigur á PGA mótaröðinni og sá fyrsti frá því á Masters mótinu fyrir rúmu ári.

Brandt Snedeker og Jon Rahm eru jafnir í 3. sæti á 12 höggum undir pari og þrír kylfingar deila svo 5. sætinu höggi á eftir þeim. Því má búast við spennandi lokahring í mótinu.

Fyrir þriðja hringinn var Dustin Johnson í forystu en hann lék hring dagsins á 3 höggum yfir pari og er í 10. sæti fyrir lokahringinn á 9 höggum undir pari.

Staða efstu manna:

1. Patrick Reed, -14
2. Abraham Ancer, -13
3. Brandt Snedeker, -12
3. Jon Rahm, -12
5. Danny Willett, -11
5. Harold Varner III, -11
5. Justin Rose, -11

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640