Fréttir

PGA: English og Palmer jafnir á toppnum fyrir lokahringinn
Harris English
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 10. janúar 2021 kl. 14:09

PGA: English og Palmer jafnir á toppnum fyrir lokahringinn

Þriðji hringurinn á Sentry Tournament of Champions var leikinn á Havaí í gær en þetta er fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni. Bandaríkjamaðurinn Harris English hefur verið í forystu frá fyrsta hring og er engin breyting þar á en hann deilir nú efsta sætinu með Ryan Palmer.

English lék hringinn í gær á sjö höggum undir pari og tapaði ekki höggi en fékk sjö fugla og restin pör. Hann er samtals á 21 höggi undir pari. Palmer átti besta hring gærdagsins þegar hann kom í hús á 64 höggum eða 9 höggum undir pari. Líkt og English tapaði Palmer ekki höggi og fékk samtals 9 fugla á hringnum, þar á meðal fimm fugla í röð á holum 12 til 16. Hann er því líkt og English á samtals 21 höggi undir pari.

Í þriðja sæti er svo Collin Morikawa, aðeins einu höggi á eftir þeim English og Palmer, á samtals 20 höggum undir pari.

Lokahringurinn verður leikinn í dag og má fylgjast með stöðunni hér.