Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Schauffele lék best á lokamótinu
Xander Schauffele.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 8. september 2020 kl. 07:00

Schauffele lék best á lokamótinu

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson sigraði á TOUR Championship mótinu á mánudaginn og varð þar með stigameistari á PGA mótaröðinni árið 2020. Johnson lék á 11 höggum undir pari í mótinu sem var nóg til að halda forystunni sem hann byrjaði mótið með.

Johnson byrjaði nefnilega mótið á 10 höggum undir pari þar sem hann var efstur á stigalistanum fyrir lokamótið. Næstu menn röðuðu sér nokkrum höggum á eftir honum þar til komið var að neðstu mönnum í topp 30 sem byrjuðu mótið á parinu.

Því var ljóst að möguleiki var á að einhver kylfingur myndi leika best í mótinu án þess þó að fá fyrir það sigur á mótaröðinni en í þetta skiptið var það Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele.

Schauffele spilaði hringina fjóra samtals á 15 höggum undir pari og spilaði þremur höggum betur næsti maður sem var Scottie Scheffler á 12 höggum undir pari. Schauffele byrjaði mótið hins vegar á 3 höggum undir pari og náði því ekki að vinna upp forskot Johnson sem fagnaði þriggja högga sigri.

Johnson lék sjálfur á 11 höggum undir pari og var jafn Justin Thomas á þriðja besta skorinu í mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá tíst þar sem búið er að taka saman skor keppenda á lokamótinu: