Fréttir

Sigur hjá körlunum í Svíþjóð
Íslenska karlalandsliðið.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 18:12

Sigur hjá körlunum í Svíþjóð

Á þriðjudaginn hófst keppni á fjórum keppnisstöðum í Evrópu þar sem fjögur íslensk landslið taka þátt á Evópumóti áhugamanna. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og öll liðin keppa í efstu deild. Mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí. Fyrstu tvo daga mótsins var leikinn höggleikur en í dag var komið að holukeppni þar sem leikinn er einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar.

Karlalandsliðið leikur í Svíþjóð á Ljunghusen golfvellinum. Fyrsti leikur þeirra var gegn liði Tékka og var mikil spenna þar sem einn leikur fór í bráðabana, tveir fóru alla leið á 18. og tveir leikir kláruðust á 17. holu.

Birgir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson skipuðu fjórmenning íslenska liðsins og höfðu þeir betur á 19. holu eftir að hafa verið undir mestan hluta úr leiknum. Næsti leikur var hjá Bjarka Péturssyni en hann tapaði sínum leik 2/1. Bæði Aron Snær Júlíusson og Rúnar Arnórsson unnu sína leiki á 18. holu og að lokum vann Dagbjartur Sigurbrandsson sinn leik á 17. holu.

Íslenska liðið leikur við lið Belgíu á morgun og með sigri komast þeir í leikinn um níunda sætið sem tryggði þeim sigur í B-riðlinum.

Úrslit hjá karlalandsliðinu:

Hérna má fylgjast með karlaliðinu.

Kvennalandsliðið leikur á Ítali er í C-riðli með Belgíu, Hollandi og Tryklandi eftir höggleikinn. Íslensku konurnar mættu landsliði Hollands og gekk ekki sem skyldi. Þær töpuðu leiknum 4-1.

Eina stig Íslendinga kom frá Helgu Kristínu Einarsdóttur en hún vann leikinn sinn örugglega 5/4. Fjórmenningurinn tapaðist 4/2 þar sem Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir léku fyrir Íslandshönd. Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir töpuðu allar sínum leik.

Úrslit hjá kvennalandsliðinu:

Á morgun mæta konurnar liði Belgíu. Hérna má fylgjast með gangi mála.

Piltarnir leika í Frakklandi og líkt og karlaliðið, mætt þeir Tékkalandi í B-riðli. Þeir riðu því miður ekki feitum hesti frá leiknum og ljóst að þeir þurfa sigur í bæði leiknum á morgun og laugardaginn til að halda sér í efstu deildinni. 

Tveir leikir töpuðust nokkuð illa en hinir þrír leikirnir fóru annað hvort á 17. eða 18. holu. Kristófer Tjörvi Einarsson vann sinn leik 2/1 og var það eina stig Íslendingar. Aron Emil Gunnarsson og Jón Gunnarsson töpuðu í fjórmenning 2/0, Kristófer Karl Karlsson tapaði 6/5, Sigurður Bjarki Blumenstein tapaði 1/0 og að lokum tapaði Böðvar Bragi Pálsson 5/4.

Úrslit hjá piltalandsliðinu:

Strákarnir mæta Norðmönnum á morgun en hægt er að fylgjast með gangi mála hérna.

Stelpurnar leika á Spáni og eru þær í C-riðli með landsliðum Finnlands og Slóvaíku. Í dag mættu þær finnska liðinu og tapaðist leikurinn 5-0. Ásdís Valtýsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir töpuðu leiknum sínum 1/0, Jóhanna Lea Lúðvíkdsdóttir tapaði sínum 2/1, Andrea Ýr Ásmundsdóttir tapaði sínum 3/2, Árný Eik Dagsdóttir tapaði sínum 6/5 og að lokum tapaði Eva María Gestsdóttir sínum 2/1.

Úrslit hjá stúlknalandsliðinu:

Á morgun mæta stelpurnar Slóvíku og verður hægt að fylgjast með hérna.