Fréttir

Spennandi lokahringur framundan í kvennaflokki
Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. ágúst 2020 kl. 16:39

Spennandi lokahringur framundan í kvennaflokki

Ragnhildur Kristinsdóttir GR er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik. Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag, en leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Ragnhildur er samtals á 3 höggum undir pari í mótinu en hún lék í dag á pari vallarins. Einn skolli og annar tvöfaldur skolli á síðustu fjórum holunum hjá Ragnhildi gerir það að verkum að lokahringurinn verður að öllum líkindum spennandi en lítið greinir á milli hennar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem er í þriðja sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í öðru sæti á höggi undir pari í mótinu. Guðrún Brá fór hægt af stað á þriðja hringnum en fékk þrjá fugla á seinni níu og endaði hringinn á höggi yfir pari.

Með sigri á morgun yrði Guðrún Brá fyrsti kylfingurinn í kvennaflokki til að sigra þrjú ár í röð frá því að Karen Sævarsdóttir afrekaði það árið 1991.

Ólafía Þórunn er sem fyrr segir í þriðja sæti á 2 höggum yfir pari, fimm höggum á eftir Ragnhildi. Hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari í höggleik, síðast árið 2016.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, -3
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, -1
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, +2
4. Hulda Clara Gestsdóttir, +14
4. Arna Rún Kristjánsdóttir, +14
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, +14
7. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, +15
8. Saga Traustadóttir, +16
9. Eva María Gestsdóttir, +17
9. Anna Júlía Ólafsdóttir, +17
11. Nína Björk Geirsdóttir, +18


Guðrún Brá er í öðru sæti fyrir lokahringinn. Mynd: [email protected]


Ólafía er í þriðja sæti. Mynd: [email protected]